- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Hæfingarstöðin Fannborg 6 í Kópavogi tekur að sér að vinna ýmis konar verkefni fyrir fyrirtæki. Má þar nefna verkefni á borð við að líma merkimiða á brúsa, umslög, poka eða blöð. Á hæfingarstöðinni vinnur fólk með ýmsa fötlun ásamt fagmenntuðu fólki og stuðningsfulltrúum.Hæfingarstöðin er nú þegar í samstarfi við mörg fyrirtæki t.d. Húsasmiðjuna, Svansprent og Kórund.
Stöðin var opnuð árið 1999 og er tvískipt, annars vegar er þar starfsþjálfunardeild og hins vegar einhverfudeild.
Hæfingarstöðin leggur sig fram um að koma til móts við þarfiir viðskiptavina sinna og fjölmörg og fjölbreytt verkefni hafa komið inn á hennar borð. Þar má nefna pökkun og strikamerkingar t.d. á fréttabréfum, ársskýrslum, kynningarbæklingum ofl. Ýmis flokkun eða talning. Pökkun á kortum, seglum, blöðum, skrúfum og ýmsum fylgihlutum.
Hæfingarstöðin skoðar hverja verkbeiðni sérstaklega og gerir verðtilboð.
Áhugasamir geta haft samband við: Líney Óladóttur í netfanginu lineyo(hjá)kopavogur.is