- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Tónlistarsafn Íslands hefur flutt sýningu sína um Sveinbjörn Sveinbjörnsson, tónskáld og höfund íslenska þjóðsöngsins, til menningarhússins Hofs á Akureyri. Á sýningunni er hægt að sjá ýmsa persónulega muni úr eigu Sveinbjörns og fjölskyldu hans, fjölda ljósmynda, skjala og bréfa sem varpa ljósi á líf hans.
Tónlistarsafn Íslands er rekið af Kópavogsbæ. Kveikjan að sýningunni er sú að Tónlistarsafni Íslands hafði borist fjöldi muna frá Eleanor Oltean, barnabarni Sveinbjörns í Kanada, sem aldrei fyrr hafa komið almenningi fyrir sjónir.
Meðal merkra muna á sýningunni er handrit að verkinu Polonaise frá árinu 1926. Það var samið fyrir hljómsveit og gerði Sveinbjörn sér vonir um að það yrði flutt á alþingishátíðinni árið 1930. Handritið hefur verið týnt um árabil en kom í ljós fyrir skömmu.
Sveinbjörn flutti ungur að árum frá Íslandi og starfaði lengst af í Edinborg í Skotlandi við tónlistarkennslu og tónsmíðar. Síðar fluttu börnin hans tvö til Kanada og fylgdi hann og eiginkona hans, Eleanor Sveinbjörnsson, á eftir og bjuggu þau þar í nokkur ár.
Ef frá er talinn þjóðsöngurinn eru aðeins fáein sönglaga hans kunn hér á landi.
Sýningarstjóri og hönnuður er Guðrún Helga Stefánsdóttir, meistaranemi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Sýningin er hluti af lokaverkefni hennar við skólann.
Fræðilegur ráðgjafi er Guðbrandur Benediktsson sagnfræðingur og listrænn ráðgjafi er Anna Þóra Karlsdóttir myndlistarkona.