Ánægja með dagforeldra í Kópavogi

Börn í leik
Börn í leik

Foreldrar í Kópavogi eru almennt ánægðir með störf dagforeldra í bænum samkvæmt nýrri könnun sem gerð var á vegum menntasviðs Kópavogsbæjar. Yfir fjörutíu dagforeldrar starfa í Kópavogi og eru þeir sjálfstætt starfandi. Þeir þurfa þó að uppfylla ákveðin skilyrði um aðstæður og öryggi. Kópavogsbær greiðir niður daggæslu fyrir börn hjá dagforeldum.

Könnunin var send til 165 foreldra sem eiga börn hjá dagforeldrum í Kópavogi og svöruðu 108 eða 65,4%. Í niðurstöðunum kemur m.a. fram að um 97% telja að mjög vel eða vel sé staðið að aðlögun barns og yfir 97% telja að mjög vel eða vel sé tekið á móti barninu þegar það kemur á morgnana.

Foreldrarnir nefna sérstaklega að þau séu ánægð með hve hlý og jákvæð manneskja dagforeldið sé, að oft og daglega sé farið út með börnin og að góðar upplýsingar séu gefnar um mat og svefn barnanna.

Langflestir telja einnig að dagforeldri standi mjög vel undir þeim væntingum sem þeir hafi til þess og daggæslunnar.

Dagforeldrakönnun