Afrekssjóður íþróttaráðs

Sundlaug Kópavogs og nágrenni.
Sundlaug Kópavogs og nágrenni.

Auglýst er eftir umsóknum í Afrekssjóð íþróttaráðs Kópavogs.

Samkvæmt reglugerð eru markmið sjóðsins eftirfarandi:

a)      Að veita afreksíþróttafólki í íþróttafélögum í Kópavogi fjárhagslegan styrk vegna  æfinga og/eða keppni, og þannig búa þeim sem besta aðstöðu til að stunda íþrótt sína.

b)      Að veita afreksíþróttafólki í hópíþróttum í íþróttafélögum í Kópavogi sem náð hefur afburðaárangri fjárhagslegan styrk og gera þeim kleift að búa sig enn betur undir áframhaldandi keppni.

c)      Að veita afreksíþróttafólki  styrk sem á lögheimili í Kópavogi.

d)        Að veita árlega styrki og viðurkenningar fyrir unnin afrek í íþróttum jafnt kvenna sem karla.

Umsóknum um styrki skal skilað fyrir 6. nóvember 2017.  Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 441-0000.

Íþróttafulltrúi

Umsókn

Endursskoðuð reglugerð