- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Afar góð þátttaka er í árlegri forvarnarvika frístundadeildar menntasviðs Kópavogs. Að þessu sinni var lögð áhersla á geðrækt og hreyfingu.
Boðið var upp á fyrirlestra og fræðslu í félagsmiðstöðvum bæjarins í tengslum við vikuna. Kópavogsbær rekur félagsmiðstöðvar fyrir unglinga, eldri borgara og ungmenni á aldrinum 18-25 ára.
Í félagsmiðstöðvum aldraðra hélt Janus Guðlaugsson fyrirlestur um hreyfingu fyrir aldraða. Í félagsmiðstöð ungmenna, Molanum, var boðið upp á fyrirlestur um ofnotkun netsins. Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur hélt fyrirlesturinn við góðar undirtektir. Í frístundaklúbbnum Hrafninum sem er fyrir börn og unglinga með sérþarfi hefur verið unnið með hreyfingu og hollt mataræði.
Þá hafa mörg hundruð unglinga mætt á fyrirlestra og fræðslu um kvíða í félagsmiðstöðunum Pegasus og Þebu.
Í Þebu, Smáraskóla, var fyrirlestur á vegum Hugrúnar, félags hjúkrunar, lækna og sálfræðinema um kvíða og líðan. Þá talaði Pálmar Ragnarsson þjálfari og fyrirlesari um hvernig við getum haft hvetjandi áhrif á fólkið í kringum okkur og hvernig við tökum á móti nýju fólki.Í Pegasus í Smáraskóla var flutt brot úr gamanleikriti um kvíða, fyrirlestur um eitthvað falleg og Ingólfur Sigurðsson knattspyrnumaður flutti erindi um kvíða.
„Við erum afar ánægð með undirtektirnar. Í forvarnarvikunni höfum við boðið upp á fræðslu sem snýr að andlegri og líkamlegri vellíðan, og það hittir greinilega í mark,“ segir Amanda K. Ólafsdóttir, deildarstjóri frístundardeildar.
Kópavogsbær samþykkti lýðheilsustefnu í júní síðastliðnum og var hún höfð að leiðarljósi við skipulagningu forvarnarvikunnar.