- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Nú stendur yfir kynning á vinnslutillögu að breyttu skipulagi á miðbæjarsvæði Hamraborgar nánar tiltekið á svonefndum Fannborgarreit og Traðarreit vestur.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til miðvikudagsins 29.apríl næstkomandi og má senda þær á netfangið skipulag (hja) kopavogur.is.
Stefnt er að því að vinnslutillagan og þær athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartímanum verði teknar til umfjöllunar á fundi skipulagsráðs 4. maí næstkomandi.
Að þeirri umfjöllun lokinni hefst vinna að gerð skipulagstillögu fyrir svæðið. Þegar henni er lokið og hún hlotið samþykki bæjaryfirvalda þá fer hún í kynningarferli að nýju samkvæmt lögum.
Öll gögn vinnslutillögunnar er að finna á vefsíðu bæjarins, meðal annars kynningarfund þar sem farið er ítarlega yfir tillöguna.
Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér gögnin sem finna má á vefsíðunni.