Uppskeruhátíð listafólks í 18. skipti í Molanum

Í ár er 18. sumarið sem ungt listafólk starfar á vegum Kópavogsbæjar í skapandi verkefnum.
Í ár er 18. sumarið sem ungt listafólk starfar á vegum Kópavogsbæjar í skapandi verkefnum.

Skapandi sumarstörf efndu til uppskeruhátíðar í ungmennahúsinu Molanum fimmtudaginn 27. júlí og gátu gestir skoðað afrakstur listhópanna frá 17 - 20. Í ár er 18. sumarið sem ungt listafólk starfar á vegum Kópavogsbæjar í skapandi verkefnum.

 

Verkefnin í ár voru 17 talsins en að baki þeim stóðu 25 ungir listamenn. Þess að auki unnu fjórir vegglistamenn á vegum Kópavogsbæjar að því að glæða veggi Kópavogs lífi með listaverkum sínum.

 

Þétt var setið í Molanum á lokahófinu en listaverkin teygðu sig alla leið í bílakjallarann þar sem dansverk og lifandi tónlist fengu að njóta sín. Meðal verkefna sem sýnd voru á lokahófinu voru barnabókin Eva og Amma Landvörður, stuttmyndin Lundur, dans- og tónlistarverkefnið Hreyfing og myndskreytt orðabók um tungumál hvalveiðimanna.

 

Uppskeruhátíð Skapandi sumarstarfa verður haldin tvisvar í ár en seinni hátíðin verður fimmtudaginn 17. ágúst í Salnum, Kópavogi.

 

Lilja María Hönnudóttir með skúlptúrinn Ljáðu mér eyra

 

Kormákur Logi og Þórbergur Bollason með tónlistarverkefnið Slagsmál.

Ragnhildur Katla með barnabókina Ruslaland

Verkefnin í ár voru 17 talsins en að baki þeim stóðu 25 ungir listamenn.