- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Kópavogsbær er í hópi 22 aðila sem hafa hlotið 3,5 milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu undir forystu Umhverfisstofnunar. Verkefnið ber yfirskriftina LIFE ICEWATER og er ætlað að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.
Kópavogsbær fær um 122 milljónir í styrk sem mun fara í aðgerðir til að koma vatnsgæðum Kópavogslækjar í betra efnafræðilegt ástand með fyrirbyggjandi aðgerðum, vakta ástand lækjarins frekar og auka fræðslu til íbúa.
Um er að ræða þverfaglegt samstarf ýmissa aðila með það fyrir augum að bæta vatnsgæði um allt land auk þess að hámarka ábata samfélagsins af slíkum aðgerðum.
Verkefnið ber yfirskriftina LIFE ICEWATER. Verkefninu er ætlað að:
Með LIFE ICEWATER gefast tækifæri til nýsköpunar í stjórnsýslunni með þverfaglegu samstarfi ýmissa aðila með það fyrir augum að bæta vatnsgæði um allt land, auk þess að hámarka ábata samfélagsins af slíkum aðgerðum.
Styrkurinn fyrir LIFE ICEWATER er einn sá stærsti sem Ísland hefur fengið. Umfang verkefnanna sem samstarfshópurinn hefur sett saman er samtals um 5,8 milljarðar króna. LIFE áætlun Evrópusambandsins styrkir verkefnið um 60% eða samtals um 3,5 milljarða sem dreifast á samstarfshópinn og verða verkefnin unnin á árunum 2025-2030.
Auk Umhverfisstofnunar eru 22 samstarfsaðilar í verkefninu: Eimur, Gefn, Grundarfjarðarbær, Hafrannsóknastofnun, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Hveragerðisbær, Isavia, Ísafjarðarbær, Kópavogsbær, Matvælastofnun, Náttúrufræðistofnun, Náttúruminjasafn Íslands, Orka náttúrunnar, Orkustofnun, Orkuveita Húsavíkur, Orkuveita Reykjavíkur, Reykjavíkurborg, Ríkisútvarpið, Samband íslenskra sveitarfélaga, umhverfis,- orku og loftslagsráðuneyti, Veðurstofa Íslands og Veitur, ásamt þremur óbeinum þátttakendum: Sveitarfélagið Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum.