- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Skemmtileg dagskrá á Bókasafni Kópavogs og í Gerðarsafni í tilefni af vetrarfríi í Kópavogi 26. og 27. október.
Hrekkjavökuföndur og hryllingssögustund, bókamerkjasmiðja og búningaskiptimarkaður, krakkajazz og krakkaleiðsögn. Öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir og aðgangur ókeypis.
Dagskrá
Fimmtudagur 26.október
Bókasafn Kópavogs kl. 11
– Bókamerkjasmiðja
Litrík og leikandi, skrýtin og skemmtileg. Búum saman til bókamerki úr pappírsbroti.
Bókasafn Kópavogs kl. 12:15
– Fjölskyldujazz
Hádegistónleikar fyrir forvitna jazzunnendur á öllum aldri í samstarfi við söngdeild Tónlistarskóla FÍH. Á þessum tónleikum flytja þær Gunnur Arndís, Ragnheiður Silja og Rán Ragnarsdóttir fjölbreytt úrval laga sem öll fjölskyldan getur notið.
Bókasafn Kópavogs kl. 13
– Hrekkjavökuskraut
Beinagrind, leðurblaka, könguló og afturganga! Stórskemmtileg hrekkjavökusmiðja.
Lindasafn kl. 13
– Hrekkjavökuperl
Notaleg perlustund á Lindasafni þar sem ímyndunaraflið fær að leika lausum hala.
Gerðarsafn kl. 14
– Krakkaleiðsögn um Skúlptúr/Skúlptúr og listsmiðja
með Erni Alexander Ámundasyni
Föstudagur 27.október
Bókasafn Kópavogs kl. 10:30
– Hryllingssögustund
Bókasafn Kópavogs kl. 11.oo
– Hrekkjavökuperl
Notaleg perlustund þar sem ímyndunaraflið fær að leika lausum hala.
Gerðarsafn kl. 13
– Listsmiðja með Selmu Hreggviðsdóttur
Laugadagur 28.október
Bókasafn Kópavogs kl. 11:30
– Hrekkjavökubókamerki
Náttúrufræðistofa Kópavogs kl. 13:00
– Kolasmiðja
Ýmsar tilraunir verða gerðar með kol og hnoðleður til að dýpka tilfinninguna fyrir ljósi og skugga.
Á Bókasafni Kópavogs, aðalsafni og Lindasafni verður hægt að leita uppi alls konar skrímsli og óvættir í geggjuðum ratleik. Búningaskiptimarkaður á aðalsafni.
Ókeypis er á sýningar í Gerðarsafni fyrir fullorðin í fylgd með börn í haustfríi.