- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Gunnþór Hermannsson er sjálfboðaliði ársins í íþróttastarfi í Kópavogi. Þetta er í fyrsta sinn sem sjálfboðaliði ársins er valinn af íþróttaráði og var valið kynnt á Íþróttahátíð Kópavogs sem fram fór í Salnum 11.janúar.
Gunnþór Hermannsson, sem þekktur er sem Gunnsi, hefur starfað sem sjálfboðaliði fyrir HK síðan 1992 eða í 32 ár. Hann byrjaði fyrst sem búninga- og liðsstjóri hjá knattspyrnudeildinni og fór sig síðar einnig yfir í handknattleiksdeildina.
„Gunnsi hefur staðið sem klettur í starfinu hjá HK í gegnum árin og er einn af dáðustu HK-ingum. Hann á fáa sína líka og hefur gengið í gegnum súrt og sætt með félaginu enda vakinn og sofinn yfir starfinu sem hefur átt hug hans allan. Það er mikil gæfa fyrir hvaða félag sem er að hafa fólk eins og Gunnsa innan sinna raða, fólk sem er tilbúið að gefa mikið af tíma og orku til að vinna hin ýmsu störf. Hann hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu HK,“ segir í umsögn um Gunnþór.
Aðkoma sjálfboðaliða í íþróttastarfi er ómetanleg að mati Íþróttaráðs en án þeirra er ekki hægt að halda úti öflugu íþrótta- og félagsstarfi. Viðurkenningin er liður í því að vekja athygli á mikilvægu framlagi sjálfboðaliða.