- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Tveir grunnskólar, frístund og félagsmiðstöð og þrír leikskólar munu bætast í hóp Réttindaskóla í Kópavogi. Fulltrúar skólanna og UNICEF skrifuðu undir samning um innleiðinguna í vikunni að viðstöddum bæjarstjóra Kópavogs og menntasviði bæjarins.
„Í Réttindaskólum, félagsmiðstöðvum og leikskólum er byggt upp lýðræðislegt umhverfi með því að rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpar börnum að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í sínu samfélagi. Við erum barnvænt sveitarfélag og þetta verkefni er mikilvægur hlekkur í því,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri.
Réttindaskóli UNICEF er hugmyndafræði og hagnýt verkefni fyrir skóla- og frístundastarf sem tekur mið af Barnasáttmálanum. Skólar, frístundir og félagsmiðstöðvar sem vinna verkefnið leggja sáttmálann til grundvallar í öllu sínu starfi. Með þessu markmiði eru grunnforsendur Barnasáttmálans útgangspunktur fyrir allar ákvarðanir í skóla-og frístundastarfi, auk þess sem þær eiga að endurspeglast í samskiptum barna og starfsfólks.
Skólarnir sem bætast í hópinn eru Hörðuvallaskóla og frístund Hetjuheimar. Kóraskóli og félagsmiðstöðin Kúlan og leikskólarnir Kópasteinn, Urðarhóll og Dalur.