- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Haustið 2025 verður breyting á fyrirkomulagi skólahalds á Kársnesi þegar nýr samrekinn leik- og grunnskóli tekur til starfa við Skólagerði. Í nýja skólanum verða börn á leikskólaaldri og upp í 4. bekk grunnskóla en í skólahúsnæði Kársnesskóla við Vallargerði verða nemendur í 5.-10. bekk.
Af þessu tilefni var afráðið að efna til nafnasamkeppni fyrir skólana tvo. Dagana 4. til 9. desember var óskað eftir hugmyndum um nöfn frá forráðamönnum, nemendum, starfsfólki og íbúum. Auglýst var eftir tillögum með tölvupóstum til forráðamanna og starfsfólks, með umræðum meðal nemenda og með auglýsingum á Facebooksíðu íbúa á Kársnesi.
Skólaráð Kársnesskóla fundaði 11.desember síðastliðinn og valdi fimm nöfn á hvorn skóla sem nemendur kusu svo á milli dagana 16. og 17. desember.
Niðurstaða kosninganna verður kynnt á næstunni.