- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Neðri hæð leikskólans Fögrubrekku lokar frá og með morgundeginum, 7.febrúar, vegna myglu.
Verkfræðistofan Mannvit framkvæmdi myglupróf í kjölfar ábendinga foreldra og starfsmanna og niðurstaða þeirra er að myglusveppir fundust undir gólfdúk og myglugró hafa borist um neðri hæðina.
Allur leikskólinn er því lokaður á morgun, miðvikudaginn 7. febrúar, til þess að undirbúa breytingar á starfsemi skólans.
Frá fimmtudeginum 8. febrúar verður tekið á móti börnunum sem eru á Rauðubrekku, á efri hæð. Börnin á Gulubrekku verður tímabundið í húsnæði Kópavogsbæjar að Furugrund 3, þar sem leikskólinn Furugrund er einnig með starfsemi. Starfsemi yngri deildar hefst í Furugrund 3, mánudaginn 12. febrúar.
Á morgun, miðvikudag, verður hafist handa við þrif og sótthreinsun efri hæðar í samræmi við ráðgjöf sérfræðinga og sýni tekin í framhaldinu.
Viðgerð á neðri hæð hefst eins fljótt og auðið er, en umfang liggur ekki fyrir og því ekki unnt að áætla framkvæmdatíma að svo stöddu.
Alls eru 68 börn í Fögrubrekku, 32 á Gulubrekku og 36 á Rauðubrekku.