- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Við fögnum fyrstu uppskeru af næringarríkri moltu sem unnin er úr matarleifunum okkar í GAJU, gas-og jarðgerðarstöð SORPU.
Íbúar hafa staðið stórvel að flokkun á matarleifum og eiga mikið hrós skilið fyrir! Í tilefni þess stendur íbúum til boða að fá moltu, án endurgjalds í samstarfi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Gámar verða aðgengilegir frá 15 maí - 5 júní á fjölmörgum stöðum, sjá mynd.. Vakin er athygli á að einnig verður hægt að sækja sér moltu á endurvinnslustöðvum SORPU við Breiðhellu, Sævarhöfða og Ánanaust.
Í Kópavogi eru gámar í Dalsmára á malarplani og í Vallakór.
Taka þarf með ílát og skóflu til að sækja moltuna.
GAJA molta er ætluð til notkunar utan húss, hún hentar vel til notkunar á akra, lóðir, græn svæði í þéttbýli, beð og matjurtagarða. Moltan er sterk og bein
snerting óblandaðrar moltu við rætur plantna er ekki æskileg.
Nánari upplýsingar á vef Sorpu