- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Endurbótum er lokið á leik- og garðsvæði við Lautasmára og hefur svæðið verið tekið algjörlega í gegn.
Nýtt lysthús, útiæfingartæki, leiktæki fyrir börn á öllum aldri er meðal þess sem er að finna á leiksvæðinu eftir endurgerð.
Þá hefur gróður hefur verið tekinn í gegn, ónýtir runnar fjarlægðir og nýjum plantað. Álmur sem vék fyrir framkvæmdum við Dalveg var fluttur á svæðið, hlaðið ker í kringum hann og bekkur svo hægt sé að nýta svæðið til að hvíla lúin bein.
Leiksvæðið var orðið nær 30 ára gamalt og kominn tími á endurnýjun. Íbúar hafa beðið endurbótanna með óþreyju og því ánægjulegt að þeim sé nú lokið.
Verkið er liður í aðgerðaáætlun um endurnýjun leiksvæða í Kópavogi sem samþykkt var í bæjarstjórn fyrir rúmu ári.