Íþróttavika í Kópavogi

Íþróttavika Evrópu stendur yfir frá 23. til 30. september.
Íþróttavika Evrópu stendur yfir frá 23. til 30. september.

Kópavogsbær tekur þátt í íþróttaviku Evrópu og býður öll velkomin í viðburði vikunnar. Áhersla er á útivist og andlega heilsu.  Aðgangur er ókeypis.

Dagskrá

26.september, kl. 17.00: Kynning á Gigong í umsjón Sigurðar Þorsteinssonar. Staður: Fagrilundur

Fróðlegt erindi um Gigong og æfingar.

27.september, kl. 14.30: Fyrirlestur um mikilvægi hreyfingar fyrir andlega líðan. Staður: Kórinn.

Fyrirlesturinn ber heitið ,,Þín hleðsla" og eru fyrirlesararnir þau Margrét Lára íþróttafræðingur og sálfræðingur og Einar Örn Sjúkraþjálfari. Í fyrirlestrinum fer Einar Örn sjúkraþjálfari yfir áhrif langvarandi álags á taugakerfið og hvernig hægt sé að vinna að forvörnum þegar kemur að álagsstjórnun. Einnig fer hann yfir algeng stoðkerfisvandamál sökum kyrrsetu eða einhæfrar vinnu og hvernig draga megi úr þeim einkennum með sjálfsmeðferð og betri líkamsvitund.

Margrét Lára sálfræðingur og íþróttafræðingur fer yfir nokkra þætti til að byggja upp andlegan styrk og auka þar með líkurnar á betri andlegri heilsu til þess að takast á við álag, erfiðleika, streitu eða mótlæti.
Aðalatriði: Hreyfing, svefn, stjórn/óstjórn, áskoranir, sjálfstraust. Auk þess verður farið yfir rétta líkamsstöðu, léttar teygjur og æfingar til að bæta endurheimt og minnka líkur á einkennum frá stoðkerfinu.

 

28.september, kl. 17.00: Haustlitaganga í Guðmundarlundi í leiðsögn Einars Skúlasonar.  Staður: Hist á bílastæði við Guðmundarlund.

Gengið  um Guðmundarlund og náttúran að hausti skoðuð.

30.september, kl.10.00: Þríhnúkagígur genginn frá Bláfjöllum í leiðsögn Einars Skúlasonar. Staður: Hist við Breiðabliksskála í Bláfjöllum.

Gengið er um hraun, móa og mela að Þríhnúkum þar sem hinn fræga Þríhnúkagíg má finna og jafnframt kíkja á flak af herflugvél sem fórst árið 1945. Það er fallegt útsýni yfir höfuðborgarsvæðið frá Þríhnúkum og þetta er skemmtilegt svæði þar sem má sjá sprungur og misgengi, hraun og gíga og minnir okkur á að þetta er virkt eldfjallasvæði.

Nánar:

Byrjað er á að ganga stikuðu leiðina að Þríhnúkagíg frá skíðaskála Breiðabliks. Þar er litamst um og farið upp á einn eða fleiri af Þríhnúkum.

Þaðan er genginn stuttur spölur yfir að hinum stikaða Reykjavegi (á svipuðum slóðum og Heiðarvegur var fyrr á öldum) honum fyglt aftur á upphafsstað.

Gengið er á göngustíg að Þríhnúkum og eftir það í grasi, móum og sumpart grýttum melum og að hluta í hrauni þegar við förum eftir Reykjavegsleiðinni.

Vegalengd er um 8 km

Uppsöfnuð hækkun ca 200 m

Göngutími gæti orðið 2-2,5 tímar með stoppum.

Bílastæði

Bílastæði við skíðaskála Breiðabliks og lagt af stað í gönguna kl.10.00

Útbúnaður

Gott er að mæta í skóm með grófum botni og stafir hjálpa. Nóg að drekka og gott að mæta með smávegis nestisbita eða orkubita til að stinga upp í sig. Takið með skelina, amk jakkann. Húfu, vettlinga og flíspeysu eða annað slíkt sem millilag.