Æfingum í félagsmiðstöðvum eldri borgara fjölgar

Virkni og vellíðan standa einnig fyrir æfingum í íþróttahúsum.
Virkni og vellíðan standa einnig fyrir æfingum í íþróttahúsum.
Æfingum í félagsmiðstöðvum eldri borgara á vegum Virkni og vellíðan hefur verið fjölgað úr einni í tvær á viku. 
 
Sumarið 2022 var farið af stað með æfingar á vegum Virkni og Vellíðan í félagsmiðstöðvum eldra fólks, Boðaþingi, Gjábakka og Gullsmára. Í ársbyrjun 2024 var ákveðið að fjölga æfingum úr einni æfingu á viku í tvær. Á æfingunum er lögð áhersla á styrk, þol, liðleika og jafnvægi sem er í takt við það sem rannsóknir sýna að séu æskilegar eldri aldurshópum. Fyrstu vikurnar fara vel af stað og góð þátttaka.
 
Æfingar fara fram á miðvikudögum og föstudögum sem hér segir: 
 
  • Boðaþing: Miðvikudaga  kl. 09.45 og föstudaga kl. 14.45.
  • Gullsmári: Miðviku- og föstudaga kl. 10.45
  • Gjábakki: Miðviku- og föstudaga kl. 12.45
Þjálfari er Elísa Weisshappel. 
 
Virkni og vellíðan er heilsueflingarverkefni Kópavogsbæjar fyrir eldra fólk.
 

Nánar