- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Fimmtudaginn 4. maí og mánudaginn 8. maí 2017 milli kl. 17:00 og 18:00 verða starfsmenn skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs með opið hús í Fannborg 6 2h þar sem drög að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs í Nónhæð verða kynnt sérstaklega þeim sem þess óska.
Breytingin mun ná til svæðis sem afmarkast af Arnarnesvegi í suður, Smárahvammsvegi í austur, lóðamörkum húsa sunnan Foldarsmára í norður og húsagötu að Arnarsmára 32 og 34 í vestur. Tillagan er á vinnslustigi og í henni felst breyting á landnotkun og talnagrunni Nónhæðar sem samkvæmt núgildandi aðalskipulagi er samfélagsþjónusta og opin svæði en breytist í íbúðarbyggð og opin svæði sem munu nýtast almenningi til leikja og útiveru. Áætlað er að fjöldi íbúða verði allt að 140. Vinnslutillagan er sett fram í greinargerð dags. í mars 2017.
Skipulagsráð samþykki 18. apríl 2017 að framlögð drög verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sambærileg breytingartillaga var kynnt á almennum kynningarfundi í Smáraskóla 9. febrúar 2017.
Stefnt er að því að ofangreind tillögudrög verði samþykkt í formlega auglýsingu inna fárra vikna. Tillögudrögin eru jafnframt til sýnis í afgreiðslu skipulags- og byggingardeildar Umhverfissvið í Fannborg 6.