- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Ásdís Kristjánsdóttir hóf störf sem bæjarstjóri Kópavogs miðvikudaginn 15.júní. Ásdís var ráðin í embættið á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar Kópavogs sem fram fór þriðjudaginn 14.júní. Ásdís er oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn sem myndar meirihluta ásamt Framsóknarflokknum.
„Ég er afskaplega þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt og geng spennt til þeirra verkefna sem við ætlum að setja í forgang á kjörtímabilinu. Kópavogur er bæjarfélag í fremstu röð og ég mun standa vörð um að svo verði áfram. Með því að leggja áherslu á traustan rekstur og framúrskarandi þjónustu við bæjarbúa. Framundan er áhugaverður tími og mitt fyrsta verk verður að kynnast starfsfólki bæjarins og bæjarbúum enn betur,“ segir Ásdís.
Ásdís starfaði síðustu átta ár hjá Samtökum atvinnulífsins, undanfarin tvö ár sem aðstoðarframkvæmdarstjóri en áður sem forstöðumaður efnahagssviðs. Hún er 43 ára og menntuð í verkfræði og hagfræði. Ásdís hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, hún hefur starfað á fjármálamörkuðum, setið í stjórnum fyrirtækja og gegnt trúnaðarstörfum fyrir stjórnvöld.