Fyrsti fundur bæjarstjórnar Kópavogs eftir sumarfrí fer fram þriðjudaginn 22.ágúst. Nýr forseti bæjarstjórnar er Elísabet B. Sveinsdóttir sem tekur við keflinu af Sigrúnu Huldu Jónsdóttur sem var forseti bæjarstjórnar 2022-2023.
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, átti góðan og jákvæðan fund með Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs, um breytingar á starfsumhverfi og skipulagi leikskólastarfs í Kópavogi sem sveitarfélagið er að hefja innleiðingu á.
Sumardvöl frístundar er opin í ágúst fyrir verðandi nemendur í 1. bekk. Hún er skipulögð í anda þeirrar stefnu að skapa bætta samfellu á milli skólastiga.
Uppskeruhátíð Skapandi Sumarstarfa í Kópavogi verður haldin næstkomandi fimmtudag 17. ágúst í Salnum við Menningarhúsin. Sýningin verður frá 17:00 – 19:00 þar sem listamenn sumarsins stíga á stokk hver á eftir öðrum.
Bæjarstjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, borgarstjóri og framkvæmdastjóri SSH undirrituðu formlega loftlagsstefnu höfuðborgarsvæðisins í dag.