Sumarfrístundin er hafin

Sumardvöl frístundar er opin í ágúst fyrir verðandi nemendur í 1. bekk.
Sumardvöl frístundar er opin í ágúst fyrir verðandi nemendur í 1. bekk.

Sumardvöl frístundar er opin í ágúst fyrir verðandi nemendur í 1. bekk. Hún er skipulögð í anda þeirrar stefnu að skapa bætta samfellu á milli skólastiga. Skólasetning hjá grunnskólum verður miðvikudaginn 23. ágúst. Lokað er í frístundum á skólasetningardegi til að undirbúa vetrarstarfið.

 

Markmið sumarfrístundarinnar er að stuðla að vellíðan, öryggi og jákvæðri aðlögun nemenda, jafnt félagslega sem námslega að umhverfi grunnskólanna áður en formlegt skólastarf hefst.

 

Gert er ráð fyrir að börn útskrifist úr sínum leikskóla fyrir sumarfrí og hefji aðlögun að næsta skólastigi í sumardvöl við sinn hverfisskóla.

 

Sumardvölin er opin frá klukkan 8:00 að morgni til kl. 16:00 síðdegis og geta foreldrar valið ólíkan dvalartíma yfir daginn. Tekið er á móti börnunum 8:00 – 9:00. Boðið er upp á heitan mat í hádeginu og hressingu fyrir og eftir hádegi.