- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Hópur barna frá austurströnd Grænlands dvelur um þessar mundir í Kópavogi til að læra sund. Í gær varð hópurinn þess heiðurs aðnjótandi að vera boðinn að Bessastöðum þar sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tók á móti börnunum, kennurum og skipuleggjendum ferðarinnar.
Sundkennslan fer fram tvisvar á dag í Sundlaug Kópavogs en þess á milli fara börnin og hitta jafnaldra sína í 7. og 8. bekk í Kópavogsskóla og Snælandsskóla.
Síðdegis er dagskrá á vegum Kalak og hefur verið bryddað upp á ýmsu skemmtilegu, til að mynda hefur hópurinn farið í menningarhús Kópavogsbæjar.
Alls eru á þriðja tug barna sem heimsækja Kópavogi í ár og því hefur verið kátt í lauginni þessa dagana.
„Verkefnið er ótrúlega skemmtilegt og gefandi fyrir alla sem að því standa,“ segir Hekla Hannibalsdóttir, verkefnastjóri hjá Kópavogsbæ sem kemur að skipulagningu heimsóknarinnar fyrir hönd bæjarins.
Kópavogsbær hefur í samstarfi við Kalak, vinafélag Grænlands og Íslands, staðið fyrir sundkennslu fyrir grænlensk börn frá austurströnd Grænlands síðan árið 2006 og er mikil ánægja með verkefnið.