- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Árið 2023 verður innleitt nýtt flokkunarkerfi á höfuðborgarsvæðinu þar sem fjórum úrgangsflokkum verður safnað við hvert heimili. Öll heimili munu fá tunnu fyrir matarleifar.
Tunnum verður skipt út þegar innleiðing hefst og íbúar þurfa ekki að grípa til neinna aðgerða hvað það varðar. Fyrir flest heimili mun lítið breytast varðandi fjölda tunna þar sem mörg heimili flokka nú þegar plast og pappír. Stærsta breytingin er að öll heimili munu fá tunnu fyrir matarleifar en framkvæmd þess verður kynnt betur síðar.
Kerfið er í samræmi við þær breytingar sem taka gildi á lögum um söfnun á úrgangi við heimili um áramótin. Þá hafa íbúar á höfuðborgarsvæðinu lengi kallað eftir einu flokkunarkerfi við heimili og sérsöfnun á matarleifum.