Ákveðið hefur verið að loka húsnæði leikskólans Efstahjalla í Kópavogi frá og með þriðjudeginum 5.október vegna myglu og rakaskemmda sem komið hafa í ljós í skólanum.
Meiri aðstoð í íslensku og við heimanám almennt og fræðsla um frístundastarf sem stendur börnum til boða er meðal þess sem börn af erlendum uppruna telja að mætti sinna betur. Þetta kom fram á málstofu sem Kópavogsbær og Akureyrarbær stóðu fyrir og haldið var í Kópavogi 29. september.
Í ár verður forvarnarvika í Kópavogi haldin undir yfirskriftinni fögnum fjölbreytileikanum. Á forvarnardaginn 6. október verður hinsegin fræðslukvöld í félagsmiðstöðvum.