- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og Valdimar Þór Svavarsson framkvæmdastjóri Samhjálpar skrifuðu undir samning um áframhaldandi rekstur á áfangaheimili við Dalbrekku í Kópavogi, föstudaginn 10. desember.
Áfangaheimilið tók til starfa árið 2017 geta alls 8 karlar verið þar í búsetu.
Það er hugsað sem tímabundið heimili þar sem íbúi fær einstaklingsmiðaða þjónustu sem felur í sér stuðning, leiðsögn, kennslu og eftirfylgd í daglegu lífi varðandi heimilishald. Langtíma markmiðið er að íbúi tileinki sér heilbrigðari lífsstíl, hann auki færni sína til þátttöku í venjubundnu lífi með virkni, launuðu starfi eða námi og öðlist færni til sjálfstæðrar búsetu.
Samstarf velferðarsviðs og Samhjálpar hefur reynst farsælt. Reglubundið samráð og samstarf er viðhaft um málefni íbúa og hefur félagsráðgjafi velferðarsviðs reglubundna viðveru á heimilinu.
Samstarfið við Samhjálp hefur gengið vel og mikil ánægja með endurnýjun samnings um rekstur heimilisins. Nýr samningur gildir til októberloka 2023.