Vegglistaverkið Sólarslóð/Sun Drive eftir Theresu Himmer var afhjúpað í dag, föstudaginn 5. júlí. Verkið sem er á bogadregnum vegg við Hálsatorg í Kópavogi setur mikinn svip á umhverfið og er í alfaraleið gangandi og akandi vegfarenda í miðbæ Kópavogs.
Félagsmálaráðuneytið, Kópavogsbær, hugbúnaðarfyrirtækið Kara Connect og UNICEF á Íslandi undirrituðu í dag samstarfssamning um að hefja vinnu við þróun samræmds upplýsingakerfis sem ætlað er að tryggja velferð barna á Íslandi.
Fulltrúar Efnhags- og framfarastofnunarinnar, OECD, og World Council on City Data, WCCD, sækja Kópavog heim 25.-27.júní og kynna sér meðal annars Mælkó, hugbúnað Kópavogsbæjar sem heldur utan um tölfræði sveitarfélagsins og auðveldar úrvinnslu gagna.