- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Félagsmálaráðuneytið, Kópavogsbær, hugbúnaðarfyrirtækið Kara Connect og UNICEF á Íslandi undirrituðu í dag samstarfssamning um að hefja vinnu við þróun samræmds upplýsingakerfis sem ætlað er að tryggja velferð barna á Íslandi. Kerfinu er ætlað að vinna úr og greina gögn og tryggja að til staðar séu fullnægjandi upplýsingar um líðan og velferð barna. Tilgangurinn er sá að hægt verði að bregðast við með skilvirkum hætti.
Er samningurinn liður í viðbrögðum stjórnvalda við tölfræði sem UNICEF kynnti á dögunum og bendir til að 16,4 prósent barna hér á landi verði fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir átján ára aldur.
Verkefnið sem um ræðir er tvíþætt og felur í sér:
„Tölur UNICEF um hátt hlutfall barna sem verða fyrir ofbeldi hér á landi settu að okkur mikinn óhug. Við þurfum að finna leiðir til að geta brugðist við þar sem þörfin er mest og áður en það er um seinan. Eins þarf að tryggja heildræna nálgun í þjónustu við börn. Þetta verkefni er liður í því,” segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
„Kópavogsbær hefur lagt metnað sinn í að sinna málefnum barna og barnaverndar með sem bestum hætti. Samræmt upplýsingakerfi mun vonandi auka gæði þessa starfs, auðvelda snemmtæka íhlutun sem er mikilvæg til að tryggja velferð barna og uppvöxt við bestu skilyrði. Þá mun upplýsingakerfið ýta undir aukið og markvissara samstarf á milli sveitarfélaga sem tryggir börnunum betri þjónustu. Það er heiður fyrir Kópavogsbæ að taka þátt í þróun á kerfinu sem við vonumst sannarlega til að bæti umhverfi og aðbúnað barna frekar,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.
Samhliða verkefninu verður starfandi stýrihópur skipaður fulltrúum þeirra sem eiga aðild að samningnum og fleiri sem munu fylgja áætlun verkefnisins eftir. Þá verður fulltrúi Persónuverndar hópnum til ráðgjafar er varðar kröfur um meðferð persónuupplýsinga.
Á meðfylgjandi myndum eru frá vinstri: Birkir Jón Jónsson, formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Birkir Jón Jónsson, formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Köru Connect ehf.