- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Leik- og grunnskólar í Kópavogi munu nýta nýtt húsnæði Kópavogsbæjar og Skógræktarfélags Kópavogs í Guðmundarlundi sem fræðslumiðstöð og aðstöðuna í Guðmundarlundi til útikennslu. Húsnæðið verður tekið notkun í sumarlok.
Kveðið er á um notkunina í nýjum samningi um skógrækt og rekstur í Guðmundarlundi sem skrifað var undir í vikunni. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavog og Kristinn H. Þorsteinsson formaður Skógræktarfélags Kópavogs skrifuðu undir samninginn.
Með samkomulaginu skuldbindur bærinn sig til sig til þess að styrkja Skógræktarfélag Kópavogs í því skyni að félagið taki að sér verkefni vegna skógræktar í Kópavogi, enda komi þau öllum íbúum Kópavogs til góða.
Jafnframt fjallar samningurinn um samstarf aðila við rekstur og umhirðu Guðmundarlundar og frístunda- og þjónustuhúss í Guðmundarlundi. Aðstaðan í Guðmundarlundi verður sem fyrr sagði nýtt af skólum Kópavogsbæjar til útikennslu og frístunda- og þjónustuhúsið sem fræðslumiðstöð meðal annars fyrir grunn- og leikskólabörn í Kópavogi. Kópavogsbæ skal ennfremur heimilt að nýta húsnæðið fyrir fundi og viðburði.
Stefnt er að því Guðmundarlundur bjóði upp á fyrsta flokks aðstöðu til útikennslu þar sem lögð verður sérstök áhersla á náttúrulæsi, umhverfis- og náttúruvernd og áhrif loftlagsbreytinga á umhverfið. Þá verður lögð áhersla á mikilvægi útivistar og lýðheilsu sem er í samræmi við áherslur í aðalnámskrá leik- og grunnskóla.
Skógrækt hefur verið í Guðmundarlundi frá árinu 1960 og er svæðið mjög vinsælt til útivistar.