- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar árið 2019 var samþykkt einróma í bæjarstjórn Kópavogs við seinni umræðu þriðjudaginn 27.nóvember. Fjárhagsáætlun er unnin í samstarfi allra flokka í bæjarstjórn, fjórða árið í röð. Einnig var samþykkt einróma þriggja ára áætlun 2020-2022.
Rekstrarafgangur samstæðu Kópavogsbæjar verða rúmlega 550 milljónir árið 2019 samkvæmt áætluninni. Skuldahlutfall heldur áfram að lækka og verður 119% í árslok 2019 en það hefur lækkað úr 175% frá árinu 2014. Niðurgreiðsla skulda heldur áfram og lýkur greiðslum á lánum sem tekin voru í hruninu.
Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækkar sjöunda árið í röð, fer úr 0,23 % í 0,22%. Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði lækkar úr 1,60 í 1,50% auk þess sem vatns- og holræsagjöld lækka umtalsvert.
Ítarleg frétt um fjárhagsáætlun 2019