- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Bílastæðasjóður Kópavogsbæjar tekur til starfa fimmtudaginn 29.nóvember.
Frá og með þeim degi munu stöðuverðir á vegum Þjónustumiðstöðvar sjá um eftirlit og leggja stöðubrotsgjöld á bíla sem lagt er ólöglega eða í stæði hreyfihamlaðra.
Verkefni Bílastæðasjóðs er að sjá til þess að allir íbúar Kópavogs komist örugglega ferðar sinnar innan Kópavogs, hvernig ferðamáta sem þeir kjósa sér, án þess að verða fyrir truflun frá ökutækjum sem er ekki lagt í samræmi við umferðalög.
Gjöld fyrir stöðubrot eru 10.000 krónur en 20.000 krónur ef lagt er í stæði hreyfihamlaðra. Gjöldin hækka eftir 14 daga og 28 daga. Gjöld fyrir að leggja ólöglega hækka í 15.000 kr. og svo 20.000 kr. en gjöld fyrir að leggja í stæði hreyfihamlaðra í 30.000 kr. og svo 40.000 kr.
Bílastæðasjóður er eign Kópavogsbæjar og er rekinn af bílastæðanefnd. Umhverfis- og samgöngunefnd fer með hlutverk bílastæðanefndar.