- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Viðbrögð bæjarstjórnar Kópavogs til að koma til móts við íbúa og fyrirtæki í Kópavogi vegna áhrifa af Covid-19 voru samþykkt í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 2. apríl.
„Það er einhugur um víðtækar aðgerðir í Kópavogi til þess að bregðast við þessum óvenjulegu tímum,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogi.
Meðal þess sem gert verður í Kópavogi er að sumarstörfum verður fjölgað, þar sem áhersla er á fjölbreytni og hvatt til nýsköpunar og skapandi starfa. Leitað verður eftir samstarfi við Nýsköpunarsjón námsmanna um útfærsluna. Stofnað verður til velferðarvaktar og sumarúrræði fyrri börn í 1.-5.bekk verða aukin.
Þá verður viðhalds og nýframkvæmdum verður flýtt, svosem framkvæmdum og viðhaldi íþróttamannvirkja, framkvæmdum sem tengjast íbúaverkefninu Okkar Kópavogi, endurgerð Kópavogshælisins, ýmsum gatnaframkvæmdum auk þess sem viðhaldsframkvæmdum við göngu- og hjólreiðastíga með bætta lýsingu og aukið öryggi í huga verður flýtt.
Áður hafði bæjarráð samþykkt að veita afslátt á þjónustugjöldum leik- og grunnskóla og frístundaheimila, þar sem þjónusta hefur ekki verið nýtt vegna Covid-19. Einnig var samþykkt að veita greiðslufrest fasteignagjalda í samræmi við önnur sveitarfélög Kragans.
Bæjarstjórn Kópavogs leggur einnig áherslu á að í samvinnu við ríkið verði framkvæmdum innan Kópavogs hrundið af stað, þar á meðal lagningu Arnarnesvegar, byggingu nýrra hjúkrunarrýma við Boðþing og framkvæmdum sem rúmast innan samgöngusáttmálans sem hafa verið í undirbúningi eins og göngu- og hjólreiðastíga. Þá verði byggðar stúdentaíbúðir á Kársnesi.
Viðbrögð bæjarstjórnar Kópavogs til að koma til móts við íbúa og fyrirtæki í Kópavogi vegna áhrifa af Covid 19
1. Greiðslufrestur fasteignagjalda í samræmi við önnur sveitarfélög Kragans.
Gjalddaga fasteignaskatta og fasteignagjalda þann 1. apríl er frestað og gjalddögum fjölgað
Gjalddögum fasteignaskatta og fasteignagjalda ársins er fjölgað til að létta mánaðarlega greiðslubyrði íbúa og atvinnulífs.
Eftirstöðvum ógjaldfallinna fasteignaskatta og fasteignagjalda ársins fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði verður dreift á mánuðina maí til desember. Því eru engin fasteignagjöld innheimt fyrsta apríl í ár. Þetta er gert til þess að létta undir með þeim aðilum sem nú þegar hafa fundið fyrir eða munu finna fyrir tekjufalli vegna þeirra efnahags aðstæðna sem nú ríkja.
Eigendur atvinnuhúsnæðis sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi geta sótt um frestun allt að þriggja gjalddaga fasteignaskatta og fasteignagjalda sem færast þá á fyrstu mánuði ársins 2021 til viðbótar við þá gjalddaga sem tilheyra því ári. Með verulegu tekjutapi er átt við að minnsta kosti 25% tekjufalli milli sömu mánaða á árunum 2019 og 2020.
Nánari útfærsla verður lögð fyrir bæjarráð sveitarfélaganna.
2. Afsláttur á þjónustugjöldum þar sem þjónusta er ekki nýtt.
Í þeim tilvikum sem þjónusta leik- og grunnskóla fellur niður eða skerðist vegna verkfalls, samkomubanns, veikinda eða sóttkvíar starfsmanna eða af öðrum sambærilegum ástæðum verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi við hlutfall skerðingarinnar.
Í þeim tilvikum sem börn geta ekki nýtt sér þjónustu vegna sóttkvíar eða veikinda verða gjöld leiðrétt hlutfallslega. Ef foreldrar kjósa að nýta sér ekki þjónustu, til að mynda með vísan til tilmæla yfirvalda um að foreldrar og forráðamenn haldi börnum sínum heima ef kostur er, á hið sama við.
Ofangreint nær til þjónustugjalda leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila.
Ákvörðunin er tímabundin og gildir til loka maí. Endurskoðun fer fram að teknu tilliti til aðstæðna og verður fyrirkomulagið auglýst að nýju eigi síðar en 15.maí næstkomandi.
3. Sumarstörfum verður fjölgað til að tryggja aukna virkni meðal ungs fólks.
Sérstaklega verði hugað að því að störfin byggi á fjölbreytni þar sem hvatt verður til nýsköpunar- og skapandi starfa. Samstarf verði haft við Nýsköpunarsjóð námsmanna um útfærsluna.
4. Stofnað verður til velferðarvaktar á vegum velferðarsviðs á meðan erfiðleikarnir vegna Covid 19 ganga yfir.
Verkefni velferðarvaktar verði að fylgjast náið með stöðu barna, fatlaðra og eldra fólks eins og hún er um þessar mundir og bregðast við henni. Aukinheldur sem vaktin mun fylgjast sérstaklega með þróun heimilisofbeldis og atvinnuleysis. Þá mun Velferðarvaktin kortleggja eftir bestu getu afleiðingar yfirstandandi erfiðleika með áherslu á sömu hópa.
5. Starfsfólk Kópavogsbæjar hefur unnið að því í sameiningu að halda úti órofinni þjónustu sveitarfélagsins við fordæmalausar aðstæður. Í ljósi þess er mikilvægt að hlúa sérstaklega að starfsanda og liðsheild meðal starfsfólks bæjarins. Af því tilefni munu stjórnendur fá til viðbótar fjármagn til starfsstöðva svo starfsfólk geti gert sér dagamun og skipulagt markvisst hópefli þegar Covid 19 er gengið yfir og aðstæður leyfa.
6. Menntasviði verður falið að fara yfir starfsemi og fjárhagsstöðu íþrótta- og tómstundafélaga.
Boðið verður upp á sveigjanleika svo hægt sé að flýta samningsbundnum greiðslum eftir að mat hefur farið fram.
7. Menntasviði verður falið að leita leiða til að auka sumarúrræði fyrir börn í 1.-5. bekk allt sumarið, júní-ágúst, í þeim tilgangi að gera foreldrum kleift að sinna vinnu í sumar í ljósi breyttra aðstæðna.
8. Verkefnum í upplýsingatæknideild sem fyrirhuguð eru á árinu verði flýtt eins og kostur er og lögð áhersla á að nýta krafta háskólanema í sumar.
9. Að sundkort og önnur árskort taki mið af skertum opnunartíma og gildistími framlengdur sem því nemur.
10. Frestun á gjalddaga heilbrigðiseftirlitsgjalds.
11. Aukin útgjöld vegna nýrra starfa með stuðningi Vinnumálastofnunar ef farin verður sú leið að greiða atvinnuleysisbætur á móti.
12. Þegar fyrirhuguðum viðhalds og nýframkvæmdum flýtt.
• Undirbúningur á framkvæmdum og viðhaldi íþróttamannvirkja
• Endurgerð gamla hælisins á árinu
• Íbúaverkefninu Okkar Kópavogur
• Viðhalds- og nýframkvæmdum gatna, göngu- og hjólreiðastíga með bætta lýsingu og aukið öryggi í huga.
• Endurnýjun lagna í eldri hverfum.
Útfærsla og nánari tímasetningar verða teknar af bæjarráði og bæjarstjórn þar sem við á.
Eftirtalin verkefni myndu efla atvinnustigið til lengri tíma:
13. Byggingu á nýju sambýli fyrir fatlaða (v/Kópavogsbrautar 5) verður hraðað.
14. Byggingu nýrrar slökkvistöðvar sem þjónar efri byggðum Kópavogs verður hraðað.
15. Framkvæmdum við byggingu á nýju íbúðarsambýli við Fossvogsbrún verði hraðað sé þess kostur.
16. Undirbúningur að áframhaldandi úthlutun á lóðum á Glaðheimasvæði.
17. Lögð verði áherslu á, í samvinnu við ríkið, að framkvæmdum innan Kópavogs verði hrundið af stað:
a. Lagning lokaáfanga Arnarnesvegar
b. Bygging 64 nýrra hjúkrunarrýma við Boðaþing.
c. Hraða framkvæmdum sem rúmast innan samgöngusáttmálans sem hafa verið í undirbúningi eins og göngu- og hjólreiðastíga.
18. Gengið verði frá samkomulagi við ríkið um byggingarland í Vatnsendahvarfi.
19. Undirbúa að reistar verði stúdentaíbúðir á Kársnesi.
Framangreindar tillögur eiga ekki að tefja aðrar framkvæmdir á vegum bæjarins.
20. Starfsfólk Kópavogsbæjar nýtur einnig góðs af aðgerðunum, en viðbótarfjármagn verður sett til starfsstöðva sem nýta á til hópeflis og gleði þegar aðstæður leyfa