Jarðskjálftahrina á Reykjanesi

Kópavogsbær.
Kópavogsbær.

Hættustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesi. Stan podwyższonego ryzyka dla ludności w Reykjanes i obszarze stołecznym w związku  trzęsienia ziemi.

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, lögreglustjórann á Suðurnesjum og Veðurstofu Íslands, lýsir yfir hættustigi almannavarna vegna öflugrar jarðskjálftahrinu sem nú gengur yfir á Reykjanesi.

Hættustig almannavarna  er sett á til að samhæfa aðgerðir og verklag ýmissa verklagsaðila og stofnana og hefur ekki áhrif á almenning. Hættustig er sett á ef heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða mannavöldum þó ekki svo alvarlegar að um neyðarástand sé að ræða.

Nánar

Á vefsíðu Almannavarna er að finna margvíslegar upplýsingar um viðbrögð við jarðskjálfta.

Jarðskjálftar: Varnir og viðbúnaður

Eftir jarðskjálfta: Hvað á að gera

Krjúpa, skýla, halda

Varnir og viðbúnaður við jarðskjálfta

Viðbrögð við jarðskjálfta