- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Vegglistahópur á vegum skapandi sumarstarfa í Kópavogi hefur unnið hörðum höndum í sumar við að skreyta veggi bæjarins. Hópurinn samanstendur af fjórum listakonum en þær eru Ásdís Hanna Gunnhildar Guðnadóttir, Karen Ýr, Nora Eva Sigurðardóttir og Thelma G. Sigurhansdóttir.
Þær hafa verið iðnar við að iðka list sína á veggjum bæjarins með glæsibrag sem bæjarbúar og aðrir geta nú fengið að njóta á göngutúrum sínum um bæinn.
Verkin eru flest sköpuð af listakonunum sjálfum eða unnin í samvinnu við eigendur veggjanna. Samstarf hefur gengið mjög vel og þau verk sem nú eru fullkláruð hafa þegar vakið athygli bæjarbúa og vonandi mikla gleði.
Listaverk sumarsins eru 10 talsins en hægt er að sjá staðsetningar þeirra á korti hér fyrir neðan.
Hópurinn hefur haldið úti síðu á instagram undir nafninu @vegglist þar sem nálgast má frekari innsýn í starf sumarsins.