- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Mikill metnaður og fjölbreytni einkenndi uppskeruhátíð spjaldtölvuverkefnis grunnskóla í Kópavogi sem haldin var í þriðja sinn í Salnum 12. apríl.
Nemendur úr öllum grunnskólum Kópavogs sýndu og sögðu frá hvernig spjaldtölvan hefur haft áhrif á nám þeirra utan sem innan skóla. Yngstu nemendurnir sem stigu á stokk eru í þriðja bekk í Kópavogsskóla en þar er unnið markvisst með þjálfun yngstu nemendanna í vinnubrögðum með snjalltækin, en allir nemendur í grunnskólum Kópavogs fá sína eigin spjaldtölvu til afnota við byrjun fimmta bekkjar.
Útskriftarnemendur frá Salaskóla sýndu myndband þar sem teknir voru saman helstu þræðir þeirra umbóta sem spjaldtölvuinnleiðingin hefur haft á nám og skólastarf en þessir nemendur voru í hópi þeirra fyrstu sem fengu spjaldtölvur í Kópavogi haustið 2015 og hafa því getað nýtt sér þær í náminu allt unglingastigið.
Einnig var sagt frá samvinnuverkefni nemenda úr mörgum skólum þar sem unnið hefur verið að þróun apps í samstarfi við Listasafn Íslands og Menntamálastofnun sem prófað verður í listgreinakennslu nú í vor.
Nemendurnir sýndu svo ekki verður um villst að breyttir kennsluhættir eru að festa sig í sessi í grunnskólum Kópavogs.