- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf fyrir átján ára og eldri hjá Kópavogsbæ. Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi eigi lögheimili í Kópavogi. Tekið verður við umsóknum til 8. apríl. Stefnt er að því að umsækjendum verði svarað fyrir 1. maí.
Alls er um að ræða um 550 sumarstörf. Þau eru mörg og mismunandi og sama gildir um vinnutímann. Um helmingur eru verkamannastörf við áhaldahús og íþróttavelli bæjarins en einnig eru ráðnir fjölmargir stjórnendur s.s. flokkstjórar, leiðbeinendur og aðstoðarleiðbeinendur í vinnuskóla, námskeiðum á vegum bæjarins og félaga, skapandi sumarstörf, afleysingar í sundlaugum, leikskólum og margt fleira.
Allir 14-17 ára unglingar, þ.e. þeir sem eru fæddir árið 1996-1999, sem eftir því óska, fá sumarvinnu í Vinnuskóla Kópavogs. Áætlanir gera ráð fyrir að ríflega 900 unglingar komi þar til vinnu í sumar. Opnað verður fyrir umsóknir í Vinnuskólann 9. apríl.
Í allt, þ.e. bæði 14-17 ára og 18 ára og eldri, má reikna með að hægt verði að veita um 1.500 manns sumarvinnu, næstum 5% bæjarbúa. Allir 14-17 ára fá vinnu og reynt verður að bjóða öllum þeim eldri einhverja vinnu, ef umsókn berst á réttum tíma, þó ekki sé það endilega sú vinna sem sótt var um.