Tilslakanir frá 8. febrúar

Tilslakanir taka gildi 8. febrúar.
Tilslakanir taka gildi 8. febrúar.

Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sóttvarnalæknis sem fela í sér varfærnar tilslakanir á samkomutakmörkunum frá 8. febrúar.

Almennar fjöldatakmarkanir verða áfram 20 manns en með rýmri undantekningum en hingað til.

Reglur um 2 metra nálægðarmörk og grímuskyldu verða óbreyttar.

Heimilt verður að opna að nýju skemmtistaði, krár, spilasali og spilakassa að uppfylltum skilyrðum.

Fjöldatakmörk gesta í sviðslistum verða aukin úr 100 í 150 manns og trú- og lífsskoðunarfélögum verður heimilt að halda athafnir, þar með taldar útfarir, með 150 manns að hámarki.

Hámarksfjöldi viðskiptavina í verslunum verður 150 manns með hliðsjón af fermetrafjölda og sama gildir um gesti á söfnum.

Heilsu- og líkamsræktarstöðvar mega opna búningsaðstöðu að nýju og æfingar í tækjasal verða heimilaðar með skilyrðum.

Ný reglugerð sem kveður á um þessar tilslakanir gildir til og með 3. mars næstkomandi.

Nánar