- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Um þúsund ungmenni á aldrinum fjórtán til sautján ára vinna í Vinnuskólanum í Kópavogi í sumar. Það er svipaður fjöldi og í fyrra. Um fimmtíu leiðbeinendur eru í skólanum og tíu aðrir starfsmenn, það er starfsfólk á skrifstofu, yfirleiðbeinendur og leiðbeinendur í jafningjafræðslu.
Vinnuskólinn í Kópavogi er starfræktur fyrir þá sem lokið hafa áttunda, níunda og tíundabekk auk þess sem hann stendur til boða þeim sem lokið hafa fyrsta ári í framhaldsskóla.
Nemendum sem lokið hafa áttunda bekk bjóðast tæpar 72 vinnustundir og fá þeir 406 krónur á tímann. Þeim sem lokið hafa níunda bekk býðst vinna í 107 klukkustundir og fá þeir 541 krónur á tímann, nemendur í tíunda bekk fá 143 vinnustundir og 676 krónur á tímann.
Þá býðst nemendum sem lokið hafa fyrsta ári í framhaldsskóla að vinna 204 vinnustundir með 1108 krónur á tímann.
Laun hjá Vinnuskóla Kópavogs eru í hlutfalli af lágmarkslaunum Eflingar og fylgja launaþróun lágmarkslauna.
Auk ungmenna í Vinnuskólanum starfa um 600 manns eldri en átján ára hjá Kópavogsbæ í sumar. Allir sem sóttust eftir sumarstarfi hjá bænum fengu starf og eru sumarstörfin af margvíslegum toga, þó flestir starfi við garðyrkju og umhirðu bæjarins.