- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Y-Lista Kópavogsbúa hafa myndað nýjan meirihluta í Kópavogi, undirritað málefnasamning og samkomulag um skiptingu embætta. Bæjarstjóraskipti fara fram á bæjarstjórnarfundi nk. þriðjudag, 14. febrúar og á sama tíma tekur nýi meirihlutinn formlega við.
Ármann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæðismanna, verður bæjarstjóri, Rannveig Ásgeirsdóttir, bæjarfulltrúi Y-Lista Kópavogsbúa, verður formaður bæjarráðs og Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, verður varaformaður. Margrét Björnsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, verður forseti bæjarstjórnar.
Formlegar viðræður fulltrúa þessara þriggja flokka um myndun nýs meirihluta hófst á föstudag og lauk á miðvikudagskvöld.
Starfsmönnum bæjarins hefur verið greint frá þessum breytingum og tilkynning send fjölmiðlum.
Málefnasamningurinn verður kynntur fulltrúaráðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks síðar í dag. Hann verður settur inn á vef bæjarins og sendur fjölmiðlum strax að því loknu, en hann hefur þegar verið kynntur fulltrúum Y-listans.
Samkomulag er á milli nýja meirihlutans og Guðrúnar Pálsdóttur, fráfarandi bæjarstjóra, um að hún komi á ný til starfa sem sviðsstjóri hjá Kópavogsbæ. Gengið verður frá því samkomulagi eftir að meirihlutinn hefur formlega tekið við. Fyllsta traust ríkir á milli nýja meirihlutans og Guðrúnar.