- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf fyrir átján ára og eldri hjá Kópavogsbæ, þá sem eru fæddir 2002 eða fyrr.
Tekið verður við umsóknum til 29.febrúar og er stefnt að því að öllum umsækjuendum verði svarað í mars. Störfin eru að margvíslegum toga, í garðyrkju, á bæjarskrifstofum og við umönnun, svo eitthvað sé nefnt.
Eingöngu er hægt að sækja um rafrænt. Í fyrra voru um 500 manns ráðnir til sumarstarfa hjá bænum.
Allir unglingar á aldrinum 14-17 ára, fæddir 2003-2006, sem eftir því óska, fá sumarvinnu í Vinnuskóla Kópavogs. Áætlanir gera ráð fyrir að ríflega 1.000 unglingar vinni þar í sumar. Opnað verður fyrir umsóknir í Vinnuskólann 1.apríl.