- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Á sumarvef Kópavogs er að finna fjölbreytt og skemmtileg frístunda, - leikja - og íþróttanámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 16 ára. Námskeið á vegum Kópavogsbæjar verða meðal annars, smíðavöllur, sjávaríþróttir Kópaness, sumarsmiðjur í félagsmiðstöðvum og skólagarðar.
Opnað verður fyrir skráningar sumardaginn fyrsta, 25.apríl.
Götuleikhús Kópavogs og Skapandi sumarstörf er atvinnutengt unglinga - og ungmennastarf og munu þau glæða bæinn leik- og tónlistarlífi með ýmsum hætti.
Fyrir börn og ungmenni með fötlun eru annars vegar sumarnámskeið í frístundaklúbbnum Hrafninum fyrir börn á aldrinum 7 til 16 ára með tengingu við Vinnuskóla Kópavogs fyrir unglinga. Atvinnutengt frístundaúrræði er fyrir ungmenni með fötlun á aldrinum 17 til 25 ára og fer það fram í Tröð.
Undir hnappnum “Önnur námskeið” er einnig að finna fjölbreytt sumarnámskeið á vegum íþróttafélaga í Kópavogi og annarra tómstunda- og félagasamtaka. Nánari upplýsingar um námskeiðin, skráningar og tengiliði er að finna á kynningarsíðum á sumarvefnum.
Verið velkomin í litríkt sumarstarf í Kópavogi!