Sumargöngur í júní

Gengið við Elliðavatn.
Gengið við Elliðavatn.

Þrjár sumargöngur verða í Kópavogi í júní og fór sú fyrsta fram miðvikudaginn 5.júní þegar gengið var í kringum Elliðavatn. Fjölmennt var í göngunni sem var í leiðsögn Einars Skúlasonar göngugarps.

Næsta sumarganga verður miðvikuvikudaginn 12. júní og hefst kl. 17.00. Þá verður gengið um Guðmundarlund, Grunnuvötn og Sandahlíð. Mæting er við bílastæði við Guðmundarlund. Vegalengd ca 5 km og 100 m/hækkun. Gangan tekur tæpa tvo tíma. Aðgangseyrir er enginn og öll velkomin.

Nánar:
Gengið er eftir slóðum og stígum frá Guðmundarlundi meðfram Arnarbæli og svo meðfram Grunnuvötnum og upp á Sandahlíð og aftur í Guðmundarlund.
Spjallað verður um útsýnið og bent á fjöll sem sjást, örnefni og fleira. Stígar eru flestir góðir en þó óslétt á kafla og gott að vera með stafi.
 
Loks verður Selfjallshringur um Lækjarbotna genginn 26.júní.
 
Sumargöngur eru hluti Sumri í Kópavogi, fjölbreyttum viðburðum um allan Kópavog.