Styrkir úr lista- og menningarsjóði

Skólahljómsveit Kópavogs var á meðal styrkþega lista- og menningarráðs sem tilkynnt var um í ársbyr…
Skólahljómsveit Kópavogs var á meðal styrkþega lista- og menningarráðs sem tilkynnt var um í ársbyrjun 2017.

Lista- og menningarráð Kópavogs óskar eftir umsóknum úr lista- og menningarsjóði bæjarins.
Umsóknum skal skila fyrir 17. nóvember 2017. Hlutverk sjóðsins er að efla menningarlífið í Kópavogi í samræmi við menningarstefnu bæjarins. Styrkir eru veittir einstaklingum, stofnunum og listhópum.

Umsækjendur um styrki verða að sýna fram á gildi verkefnisins fyrir lista- og menningarlífið í Kópavogi, getu til að hrinda verkefninu í framkvæmd og leggja fram skýra fjárhagsáætlun. Lista- og menningarráð fer yfir umsóknir og afgreiðir þær fyrir árslok.

Umsóknareyðublöð eru á vef Kópavogsbæjar eða hjá þjónustuveri bæjarins, Digranesvegi 1.

Nánari upplýsingar veitir Soffía Karsldótir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi, í gegnum netfangið: soffiakarls@kopavogur.is 

Sjá hér nánar um reglur sjóðsins.

Á umsón skal standa: 

Lista- og menningarsjóður
Digranesvegi 1
200 Kópavogur