- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Jafnfréttis- og mannréttindaráð Kópavogs auglýsir eftir umsóknum um styrki til einstakra verkefna sem hafa mannréttindi og jafnréttindi í Kópavogi að leiðarljósi. Þetta er í annað sinn sem ráðið styrkir slík verkefni. Heildarúthlutun er 400 þúsund krónur.
Verkefnin geta verið samstarfs- eða þróunarverkefni, námskeið, þróun námsefnis, útgáfa og svo framvegis.
Styrkirnir eru veittir einstaklingum, stofnunum, hagsmunasamtökum eða öðrum hópum.
Umsóknum skal skila fyrir 22. apríl nk. til jafnréttisráðgjafa Kópavogsbæjar Ásu Arnfríði Kristjánsdóttur, Fannborg 2, 200 Kópavogur. Eyðublöð fást í þjónustuveri. Einnig er hægt að senda rafræna umsókn á netfangið. asakr@kopavogur.is
Eftirfarandi fimm aðilar hlutu styrki á síðasta ári:
Íris Arnardóttir fyrir kynningu á bók sinni Huxarinn – verkefnabók í jafnréttisfræðslu. Íris hlaut hvatningaverðlaun Jafnréttis- og mannréttindaráðs árið 2010.
Fyrirtækið SHÆKO hönnun sem starfrækt er af heimilismönnum í Dimmuhvarfi 2 til tækjakaupa. SHÆKO hönnun dregur nafn sitt af smíða- og hæfingastöð Kópavogs og framleiðir leikföng og tækifærisgjafir fyrir börn.
Leikskólinn Álfaheiði vegna þróunar námsefnis sem byggt er á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Guðrún Elva Arinbjarnardóttir námsráðgjafi og Ragnheiður Jóna Laufdal kennari til að útbúa fræðsluefni fyrir kennara sem kenna börnum með kynáttunarvanda.
Fyrirtækið Reconesse Database sem vinnur að gerð alþjóðlegs gagnagrunns um afrekskonur í mannkynssögunni