- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Aðal- og varamenn í velferðarráði Kópavogsbæjar heimsóttu í vikunni nokkrar starfsstöðvar velferðarsviðs og fengu kynningu á þeirri starfsemi sem þar fer fram í dag. Með í för voru einnig starfsmenn velferðarsviðs, mannauðsstjóri og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri.
Farið var í heimsóknir á starfsþjálfunarstaðinn Örva sem er vinnu- og virkniúrræði fatlaðs fólks, áfangaheimili sem Samhjálp starfrækir með þjónustusamning við velferðarsvið Kópavogsbæjar fyrir 8 einstaklinga, Marbakkabraut sem er herbergjasambýli þar sem fjórir einstaklingar búa og Fossvogsbrún sem er búsetukjarni þar sem 7 einstaklingar búa og tók til starfa í mars 2022.
Mikil ánægja var með heimsóknirnar og var vel tekið á móti hópnum.