- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Sú starfsemi sem hefur verið á vegum Tónlistarsafns Íslands í Kópavogi og safnkostur þess, verða flutt til Þjóðminjasafns Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns á grundvelli samkomulags sem Kópavogsbær, söfnin og mennta- og menningarmálaráðuneytið hafa gert með sér.
Auk þess sem safnkostur og verkefni Tónlistarsafnsins verða flutt til ofangreindra safna er í samkomulaginu fjallað um að þróun Ísmús, gagnagrunns um íslenskan tónlistar- og menningararf, verði haldið áfram í samvinnu Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Söfnin hafa þegar efnt til samvinnu sín á milli, en við flutning starfsemi Tónlistarsafnsins til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns er þess vænst að sameiningin geti orðið til að efla faglegt starf á þessu sviði enn frekar og þannig tryggt að varðveisla heimilda sem tengjast íslenskum tónlistararfi verði eins og best er á kosið.
Í samræmi við ákvæði safnalaga og stofnskrár Tónlistarsafns Íslands mun Þjóðminjasafn Íslands taka við þeim safnkosti Tónlistarsafnsins sem ekki er beint tengdur þeim verkefnum safnsins sem flytjast til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.
Til að tryggja samfellu í starfseminni við þessar breytingar munu starfsmenn Tónlistarsafns Íslands vinna að þeirri yfirfærslu verkefna milli safna sem samkomulagið felur í sér.
Tónlistarsafn Íslands var stofnað af Kópavogsbæ árið 2006 og frá 2009 hefur starfsemi þess notið styrkja frá mennta- og menningarmálaráðuneyti á grundvelli samninga þar að lútandi. Í kjölfar viðræðna sem Kópavogsbær óskaði eftir við Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn auk mennta- og menningarmálaráðuneytis og Þjóðminjasafns, var niðurstaðan sú að mikil skörun væri í starfsemi Tónlistarsafnsins við þær skyldur sem Landsbókasafnið hefur við varðveislu tónlistararfsins og því gæti sameiningin orðið til að efla enn frekar faglegt starf á þessu sviði og varðveisla heimilda sem tengjast íslenskum tónlistararfi yrði heildstæðari en ella.