- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Söguskilti við Geðræktarhúsið við Kópavogsgerði var afhjúpað í morgun, föstudaginn 29. október. Skiltið er unnið í samvinnu Kópavogsbæjar og Sögufélags Kópavogs.
Á skiltinu er saga hússins rakin en það er teiknað af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins og hófst bygging þess árið 1925. Húsið var reist fyrir tilstuðlan Hringskvenna og var hugsað sem hressingarhæli fyrir berklaveika og starfrækt sem slíkt frá nóvember 1926 til desemberloka árið 1939. Í tíð Hringskvenna var mikill mikill búskapur við hressingarhælið, frá því að Kópavogsjörðin losnaði úr ábúð árið 1931. Einnig átti hressingarhælið tveggja tonna seglbát, sem var notaður mest í skemmtisiglingar.
Hringskonur gáfu ríkinu húsið með búnaði þess í ársbyrjun 1940. Frá árinu 1952 var húsið hluti af Kópavogshæli sem var stofnun rekin af ríkinu fyrir fólk með þroskahömlun og aðrar fatlanir. Árið 1959 hófst kennsla í umönnun fólks með þroskahömlun í húsinu og frá 1976 til 1984 var Þroskaþjálfaraskóli Íslands með aðstöðu í húsinu.
Frá árinu 1985 var engin starfsemi í húsinu en árið 2003 keypti Kópavogsbær húsið af ríkinu ásamt landinu við voginn. Hressingarhælið var friðað samkvæmt lögum árið 2012. Unnið hefur verið að endurbótum á húsinu á innan og utan undanfarin ár.
Í tengslum við alþjóðageðheilbrigðisdaginn 10.október 2020 ákvað bæjarstjórn Kópavogs að gamla Hressingarhælið fengi það hlutverk að vera Geðræktarhús, miðstöð fræðslu og forvarnarstarfs á sviði geðheilbrigðismála hjá bænum.