Skólagarðarnir - vegna veðurs

Eins og undanfarin sumur mun Kóapvogsbær bjóða upp á skólagarða fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára.  Í skólagörðum fá börn tækifæri til að rækta sitt eigið grænmeti bæði með hjálp foreldra sinna og undir leiðsögn starfsmanna skólagarðanna.

Garðarnir eru við Víðigrund, Dalveg og á glænýjum stað í Guðmundarlundi. Í Guðmundarlundi hefur verið komið upp frábærri nýrri aðstöðu og er það kjörin staður fyrir fjölskyldur að koma saman og rækta grænmeti og eiga svö góða stund í kjölfarið.

Sökum þess að von er á næturfrosti á næstu dögum hefur afhending grænmetis tafist og verður því grænmeti ekki komið í garðana fyrr en eftir helgi. Engu að síður geta börnin og foreldrar þeirra komið í garðana og byrjað að undirbúa þá undir gróðursetningu.

Verður starfsfólk frá okkur á svæðinu milli klukkan 12 og 18 alla virka daga frá og með 5. júní til 14. júní.

Eftir það verður opið frá 8 til 16 alla virka daga nema föstudaga þegar opið verður frá 8 til 13.

Skráning í skólagarða er á sumar.kopavogur.is/skolagardar