- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
25 manns vinna í 13 hópum í Skapandi sumarstörfum hjá Kópavogsbæ í sumar. Viðfangsefnin eru mjög fjölbreytt í ár, snúa að hönnun, tónlist, myndlist, kvikmyndagerð og fleiru. Meðal þess sem framundan er eru bíósýning myndlistarhópsins SonyDong í undirgöngunum við Bókasafn Kópavogs og tónleikar Dúó Nítsirkasíle í áhaldaskúr Vinnuskóla Kópavogs. Báðir þessir viðburðir eru á morgun, föstudaginn 27. júní. Sá fyrrnefndi klukkan 18 og síðarnefndi klukkan 20.
Sólveig Ásta Sigurðardóttir sem hefur umsjón með störfunum hvetur áhugasama til þess að fylgjast með uppákomum hópanna og framvindu verkefnanna gegnum Facebook-síðuna „Skapandi sumarstörf í Kópavogi“. „Við hvetjum fólk einnig til þess að kíkja í kringum sig eða ganga á hljóðið því það gæti leynst gjörningur, myndverk eða hljóðskúlptúr í næsta nágrenni,“ segir Sólveig.
Þátttakendur í Skapandi sumarstörfum eru á aldrinum 18 til 25 ára. Þeir eru á launum hjá Kópavogi í átta vikur og hafa starfsaðstöðu í Molanum.