Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur

Sérstakur íþróttastyrkur er laus til umsóknar.
Sérstakur íþróttastyrkur er laus til umsóknar.

Vakin er athygli á því að til áramóta er hægt er að sækja um sérstakan frístundastyrk fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum.

Styrkurinn, sem er 25.000 krónur, er fyrir börn fædd á árunum 2006 til 2015 og búa á heimilum þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 787.200 kr. á mánuði á tímabilinu mars til júní 2021.

Styrkurinn birtist hjá þeim sem eiga rétt á honum þegar skráning fer fram í gegnum rafræna skráningarkerfið Sportabler sem mörg félög og námskeiðshaldarar nota.

Frestur til að nýta styrkinn er til áramóta.

Markmið styrksins er að jafna tækifæri barna á tekjulægri heimilum til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.

Styrkurinn var kynntur á árinu en hann er hluti af styrk stjórnvalda vegna tekjuáhrifa Covid-19.

Nánar á vef stjórnarráðsins. 

Sportabler