Fara í aðalefni

Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur

Sérstakur íþróttastyrkur.
Sérstakur íþróttastyrkur.

Minnt er á sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk fyrir tekjulægri heimili sem veittur er vegna áhrifa Covid-19. 

Nánar:

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga.

Hægt er að sækja um styrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars – júlí 2020. Styrkurinn er 45.000 kr. á hvert barn og um 13.000 börn eiga rétt á styrknum.

Sveitarfélög annast afgreiðslu styrkumsókna eftir að búið er að kanna rétt til styrksins inni á Ísland.is.  

 Alls verður um 900 milljónum króna varið í verkefnið árin 2020 og 2021 og er hún hluti af aðgerðapakka sem ætlað er að veita mótvægi vegna þeirra áhrifa sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á afkomu efnaminni heimila í landinu. 

Nánar á vef stjórnarráðsins

Fara efst
á síðu
Heim
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Opna / loka snjalltækjavalmynd
Venjulegt útlit Breyta stillingum